Í Lágafellsskóla Mosfellsbæ hefur verið skákkennsla undanfarin ár. Ég hef verið þeirri gæfu aðnjótandi að hafa haft umsjón með skákkennslunni í skólanum. Markmið mitt að allir nemendur Lágafellsskóla kynnu að tefla varð að veruleika árið 2015 en þá voru allir nemendur skólans á einhverjum tímapunkti búnir að fara í gegnum skákkennslu í skólanum. Skák hefur verið kennd í 1 – 6 árgangi í okkar skóla.

Í Lágafellsskóla Mosfellsbæ hefur verið skákkennsla undanfarin ár. Ég hef verið þeirri gæfu aðnjótandi að hafa haft umsjón með skákkennslunni í skólanum. Markmið mitt að allir nemendur Lágafellsskóla kynnu að tefla varð að veruleika árið 2015 en þá voru allir nemendur skólans á einhverjum tímapunkti búnir að fara í gegnum skákkennslu í skólanum. Skák hefur verið kennd í 1 – 6 árgangi í okkar skóla.

Skákin hefur verið inní skólanámskrá skólans í þeim árgöngum sem fá kennslu í skák hverju sinni. Skák breytir skólabraginum og styrkir sjálfsmynd nemendanna. Þau börn sem að einhverjum orsökum geta lítið einbeitt sér í námi verða oft mjög sterkir skákmenn/konur.

Þegar verkefnið Skákkennari var auglýst hafði ég mikil áhuga á að vera með. Ég er mjög ánægð með að hafa verið valin í þann hóp sem fer fyrst í gegnum þetta tilraunaverkefni. Stefán Bergsson hefur verið mín stoð og stytta ef eitthvað hefur bjátað á og á hann mínar bestu þakkir skilið.

Í aðalnámskrá grunnskóla eru kennarar hvattir til að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti. Með því að kenna skák í grunnskólum erum við m.a. að uppfylla þá skyldu. Við  getum m.a. kennt ýmislegt tengt stærðfræði, íslensku,samskiptum og tungumálum. 

Það getur reynt töluvert á kennarann að  kenna skák þannig að allir í bekkum líki við námsefnið. Það er nefnilega stór munur að kenna þeim  skák sem hafa áhuga fyrir íþróttinni og hinum sem þurfa að sækja tíma vegna þess að það er skylda. Þegar við erum að kenna í grunnskóla eru alltaf einstaklingar sem hafa engan áhuga á skák. Hvað gerir kennarinn þá? Hvernig getur hann náð til þeirra sem hafa  engan áhuga. Börnin læra mest og best í gegnum leik hefur margsannað sig þegar kemur  að skákkennslu. Til þess að ná til allra verður að skipta tímanum upp og reyna að hafa námsefnið þannig að allir hafi gagn og gaman af.

Hver einasta kennslustund í skák hjá mér endar með áhorfi á myndband sem er tengt skák. Þannig erum við líka að koma að móts við þau sem finnst skák bara ekkert skemmtileg. Þau fá spurningar sem þau þurfa að svara eftir áhorf. Spurningarnar sem þau fá eru tengdar myndbandinu. ‚Með því að gefa öllum verkefni áður en myndbandið byrjar erum við  viss um að allir eru með athyglina á sínum stað meðan myndin rúllar.