Undanfarnar vikur hefur svokölluð "skákgáta" verið kynnt fyrir skákkennarana og þeir svo notað í tímum hjá sér. Skákgáta er námsleikur sem gefur nemendum tækifæri á að læra á reiti skákborðsins gegnum leik. Yfir reitarröð 4 og 5 setja nemendur boxin sín svo þeir sjái ekki hjá hvor öðrum. Svo raðar sá sem er með hvítt sínum 8 peðum einhvers staðar á þá 24 reiti sem eru a fyrstu þremur reirarröðunum. Svartur raðar sínum 8 peðum einhversstaðar a þá 24 reiti sem spanna svæðið a reitarröð 6 til 8.

 
Engir aðrir kallar eru inni a. Peðin hreyfast ekki. Þau eru skotmörk. Hvítur byrjar ad skjóta með því að segja einhvern reit a svæði svarts og vonast til að hitta. Ef hann hittir er merkt grænn a blaðið en ef hann hittir ekki er merkt rautt. Ef hann hittir er lika peðið tekið útaf. Med thví ad segja "hittir" er átt við ef hvítur byrjar á að segja; .."ég skýt á peð á h6" og svartur er með peð á h6. o.s.frv. Sá vinnur fyrr sem nær að skjót öll peð andstæðingsins.
 
Afar sniðugur leikur sem hún Ingibjörg skákkennari í Lágafellsskóla hefur þróað.