Lítið Jólamót var haldið hjá fjórða bekknum í Grunnskólanum í Hveragerði á föstudaginn var. Nemendur máttu velja hvort þeir tækju þátt í mótinu og tefldu sextán keppendur. Stefán var í heimsókn og stjórnaði mótinu með Sveinbirni skákkennara. Farin var sú leið að um leið og keppendur klárauðu sína skák fóru þeir upp að töfl og biðu eftir næsta pari sem kláraði sína skák. Svo voru þeir paraðir saman sem höfðu unnið sína skák en þeir sem töpuðu tefldu saman. Þannig gekk þetta allt mótið og krakkarnir fengu að tefla við andstæðinga sem jafnmarga eða svipað marga vinninga í hverri skák.

Mótið tókst vel og greinilegar framfarir í gangi hjá nemendum. Um daginn tefldi Pétur Ingi húsvörður skólans fjöltefli við nemendur. Fjöltefli er góð leið til að brjóta upp skákstarfið.