Köttur og mús er góður leikur fyrir byrjendur. Kötturinn getur verið drottning, hrókur, biskup eða riddari. Mýsnar eru alltaf peð. Gegn drottningunni eru átta peð, gegn hróknum eru fimm peð og gegn biskupnum og riddaranum eru þrjú peð. Fyrir leikinn er skákborðið alveg autt. Peðin eru sett einhvers staðar inn á reittaröð tvö eða sjö, öll hlið við hlið. Taflkallinn sem er inn á hverju sinni á að byrja í öðru hvoru horninu. Leikurinn er einfaldur: mýsnar (peðin) eiga að hlaupa alveg upp í borð. Um leið og ein mús kemst alveg yfir skákborðið vinna mýsnar. Kötturinn vinnur með því að ná að drepa allar mýsnar. Í þessum leik æfast krakkarnir í mannganginum á þeim taflkalli sem er verið að nota hverju sinni. Þau æfast einnig í því að hugsa tvo leiki fram í tímann: "hvert getur kötturinn farið núna til að geta drepið mús í næsta leik" er hugsunin..