Skákkennslan gengur vel í skólunum í Keflavík. Í Myllubakkaskóla fer kennslan fram í öðrum bekk en í fjórða bekk í Heiðarskóla. Skólarnir hafa báðir bætt taflsettakost sinn og er kennsluaðstaða afar góð. Stefán verkefnisstjóri fór í heimsókn í skólana fimmtudaginn 1. október. Krakkarnir í Myllubakkaskóla fengu kynningu á skákleiknum köttur og mús sem er afar góð æfingaraðferð fyrir byrjendur. Krakkarnir í Heiðarskóla eru komnir aðeins lengra enda í fjórða bekk. Þeir tefldu sín á milli með áherslu á að nota alla taflmennina en ekki bara einn til tvo.

Frétt um þátttöku skólanna birtist í Víkurfréttum.