Nú þegar verkefnið Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari er hafið, má leika sér við að skoða smá tölfræði kringum verkefnið. Tíu kennarar í jafnmörgum skólum taka þátt. Þrír karlar og sjö konur. Kennslureynsla þessara kennara telur samtals eitthvað yfir 170 ár. Nemendur eru vel yfir 300 þegar allt er talið. Flestir eru í fjórða bekk en verkefnið tekur til elsta árs í leikskóla til fjórða bekkjar. 

Skipulag kennslunnar er þannig að miðað er við að hver kennari kenni hið minnsta 40 mínútur í skák í viku hverri. Yfir skólaárið sem telur að jafnaði 35 kennsluvikur má því gera ráð fyrir 1400 mínútna skákkennslu hvers kennara að lágmarki.

Að því sögðu er rétt að minnast á að eftir að hvítur og svartur hafa leikið sitthvorum leiknum geta komið upp 400 mismunandi stöður á skákborðinu!