Verkefnisstjóri

Stefán Bergsson er verkefnisstjóri Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari. Stefán byrjaði að kenna skák árið 1998 þá 14 ára gamall í grunnskólum á Akureyri og hefur kennt allar götur síðan. Hann hefur kennt við Skákskóla Íslands frá 2007 og við Skákakademíu Reykjavíkur frá 2008. Stefán hefur verið framkvæmdastjóri Skákakademíunnar frá 2011 og setið í stjórn Skáksambands Íslands frá 2007.

Stefán er með BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og diplómu í kennsluréttindum frá Háskólanum í Reykjavík.


 

Skáksamband Íslands | stefan@skaksamband.is | Faxafen 12 | S: 568-9141