Þátttakendur

Kolbrún Þorsteinsdóttir

Skóli: Grunnskólinn á Hólmavík.

Starf innan skólans? Umsjónarkennari 3. og 4. bekkjar.

Kennslureynsla? Ég er að hefja mitt fjórða ár í kennslu við grunnskóla. Þar áður starfaði ég sem leikskólakennari frá 1999.

Reynsla af skák? Lítil skákreynsla, veit hvað taflmennirnir heita og kann mannganginn. Prófaði eitthvað sem barn.

Árgangur sem fær skákkennslu? Þau sem fá skákkennslu eru fædd 2006 og 2007.

 Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? Þau eru samtals 15 í bekkjardeildinni.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Ég held að skák sé hugaríþrótt og þjálfi rökhugsun. Það þarf að sýna þolinmæði og þegar ég hef boðið nemendum að tefla í frjálsum tíma geta allir leikið saman þó þeir séu ekki bestu vinir ;)

 

Óskar Birgisson

Skóli: Heiðarskóli Reykjanesbæ.

Starf innan skólans? Umsjónarkennari í 6. bekk.

Kennslureynsla? Ca. 20 ár.

Reynsla af skák? Mætti á nokkrar skákæfingar á unglingsárum og hef teflt af og til síðan þá.

Árgangur sem fær skákkennslu? 4. bekkur, árgangur 2006.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 40 nemendur.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Eykur t.d. námsgetu í stærðfræði. Einnig gott fyrir einbeitingu. Geta þjálfað rökhugsun og að sjá fram í tímann: hvað geri ég næst og hvað gerir andstæðingurinn.

 

Lenka Ptácníková

Skóli: Álfhólsskóli.

Starf innan skólans? Skákkennari.

Kennslureynsla? Yfir 12 ár.

Reynsla af skák? Stórmeistari kvenna.

Árgangur sem fær skákkennslu? Lang flestir nemendur skólans kunna mannganginn og hafa gaman af skák. Lið Álfhólsskóla náði 1. sæti á NM barnaskólasveita 2013 og 2. sæti ári síðan. Margir nemendur skólans eru í hópi sterkustu skákkrakka landsins.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? Á þessu skólaári er á áætlun að allir nemendur á yngsta stigi fá skákkennslu plús efnilegustu krakkar á mið og efsta stigi.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Skák hjálpar krökkunum að efla einbeitingu og rökhugsun, eflir félagslegan anda. Það er rosalega gaman að vinna en frábært að læra að tapa, það er líka partur af lífinu og maður lærir af mistökum sínum og annarra.

 

Guðmundína Kolbeinsdóttir

Skóli: Smáraskóli.

Starf innan skólans? Umsjónarkennari.

Kennslureynsla? 12 ár.

Reynsla af skák? Lítil sem engin.

Árgangur sem fær skákkennslu? 4. bekkur.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 31 nemandi.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Er ekki alveg viss þar sem ég er að kenna þetta í fyrsta skipti. En tel þó að rökhugsun geri öllum gott ásamt fjölbreytilegum verkefnum í skólanum.

 

Svanhildur Skúladóttir

Skóli: Myllubakkaskóli.

Starf innan skólans? Umsjónarkennari.

Kennslureynsla? 24 ár.

Reynsla af skák? Lærði að tefla þegar ég var barn en tefli lítið í dag.

Árgangur sem fær skákkennslu? 2. bekkur, börn sem eru fædd árið 2008.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 20 nemendur.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla?  Ég tel að skák efli rökhugsun barna.  Þau læra að hugsa fram í tímann og skipuleggja hvað er best að gera í stöðunni.  Skák eflir einnig félagsþroska.

 

Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir

Starf innan skólans: Umsjónarkennari og skákkennari.

Kennslureynsla? 27. ár sem leikskólakennari og grunnskólakennari.

Reynsla af skák? Lærði að tefla sem stelpa og hef  teflt af og til síðan.

Árgangur sem fær skákkennslu? 2. bekkur.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 40.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Ég hef kennt skák undanfarin ár í Lágafellsskóla og skák bætir skólabraginn til muna. Börnin verða rólegri, fá aukna einbeitingu og læra mannasiði, s.s. þegar þau heilsast og þakka fyrir skákina með handabandi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þau börn sem tefla að staðaldri verða jafnöldrum sínum fremri í lestri og stærðfræði.

 

Sveinbjörn Jón Ásgrímsson

Skóli: Grunnskólinn í Hveragerði.

Starf innan skólans? Upplýsingatækni – Verkefnisstjóri.

Kennslureynsla? 25 ár.

Reynsla af skák? Nokkur, sem afþreying ekki keppnis. Tefldi þó á nokkrum helgarmótum í den.

Árgangur sem fær skákkennslu? 2006 og 2005.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 2006 = 27 nemendur. 2005= 32 nemendur.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Kenna þeim íþrótt sem býður uppá allt frá leik að keppni. Nemendur þjálfast einnig í rökhugsun og læra að vinna með veikleika og styrkleika sína sem og þess sem þau tefla við. Hugsanlega færir þetta átak einnig áhuga til enn fleiri nemenda skólans. Enn fremur mætti ætla að skákin auki athygli og einbeitingu nemenda sem síðan ætti að efla þau og hjálpa þeim að ná betri árangri í öðru námi sínu.

 

Njörður Helgason

Skóli: Hvaleyrarskóli.

Starf innan skólans? Smíðakennari.

Kennslureynsla? Eitt ár.

Skákreynsla? Lítil en þó einhver.

Árgangur sem fær skákkennslu? Þriðji bekkur.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 41.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Taflnámið mun hjálpa við rökhugsun, skipulagningu og að virða tímann.

 

Kristín Evertsdóttir

Skóli: Rofaborg.

Starf innan skólans? Deildarstjóri elstu deildar.

Kennslureynsla? 25ár.

Reynsla af skák? Lítil en kann þó mannganginn.

Árgangur sem fær skákkennslu? Elsti.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 26.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla? Skákiðkun eflir einbeitingu, rökhugsun og samhengið milli orsakar og afleiðingar.

 

Hafdís Hafsteinsdóttir

Skóli: Þjórsárskóli.

Aðal starf innan skólans? Umsjónarkennari 5.-7. bekkjar.

Kennslureynsla? Búin að kenna í 24 ár.

Reynsla af skák?  Aðeins þegar ég var lítil og var að tefla við afa minn.  Einnig hefur Þjórsárskóli fengið til liðs við sig öfluga einstaklinga til að kenna skák í skólanum.

Árgangur sem fær skákkennslu? 1.-4. bekkur.

Fjöldi nemenda sem fá skákkennslu? 25 nemendur.

Hverjir eru kostir þess að kenna börnum að tefla?  Ég tel að skákin efli allt starf skólans. Skák kemur inn á svo fjölmarga þætti auk þess sem ég tel hana mjög skemmtilega.  

 

 


 

Skáksamband Íslands | stefan@skaksamband.is | Faxafen 12 | S: 568-9141