Pistill frá Bjarna í Dalskóla

Skák eflir skóla-Kennari verður skákkennari -Dalskóli Kennari : Bjarni Jóhannsson Í vetur t...

Óskað eftir umsóknum fyrir næsta skólaár

Óskað er eftir umsóknum frá skólum fyrir næsta skólaár. Hér að neðan er bréf sem sent va...

Pistill frá Ingibjörgu Lágafellsskóla

Í Lágafellsskóla Mosfellsbæ hefur verið skákkennsla undanfarin ár. Ég hef verið þeirri gæ...

Pistill frá Sveinbirni í Grunnskólanum í Hveragerði

Við í Grunnskólanum í Hveragerði byrjuðum síðasliðið haust í verkefninu Skákkennari. Vi...

Skákgáta

Undanfarnar vikur hefur svokölluð "skákgáta" verið kynnt fyrir skákkennarana og þeir svo nota...

Teningunum kastað

Það eru mikil fagnaðartíðindi að verkefnið Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari sé nú hafið. Um hvað snýst verkefnið? Jú, það má ráða af heiti þess; verkefnið snýst um að almennir grunnskólakennarar öðlist þekkingu og reynslu í að kenna nemendum að tefla. Í aðdraganda verkefnisins skilaði nefnd á vegum ráðherra af sér skýrslu. Í þeirri skýrslu kom fram ríkur vilji hjá mörgum skólum til að halda úti reglubundinni skákkennslu. Það sem stæði skákkennslunni helst fyrir þrifum væri skortur á kennurum.

                Má því segja að með Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari sé ráðist beint á þetta vandamál. En hvaða kosti þarf maður að hafa til að geta kennt ungum nemendum að tefla? Fyrst og fremst þá almennu kosti sem góður kennari þarf að hafa. Skák er ekkert ólík öðrum kennslugreinum hvað það varðar. Það þarf hvorki að vera skáksnillingur né með áralanga reynslu af skák til að geta kennt hana. Vissulega þarf að hafa ákveðin tök á skákinni, sem og að kunna að nota þá sértæku kennsluaðferðir sem þarf að nota í skákkennslu.  Ég er fullviss um að allir almennir grunnskólakennarar geti tileinkað sér þessi atriði á einu til tveimur misserum.

                Hér á síðunni má nálgast helstu upplýsingar um verkefnið. Þegar ég las stuttlega um þátttakendur verkefnisins var ánægjulegt að lesa svör þeirra við spurningunni um kosti skákkennslu. Þar komu fram ýmis atriði; eykur rökhugsun, skilning á orsök og afleiðingu og kennir um leið góða siði eins og þegar keppendur heilsast í byrjun tafls. Ég er afskaplega sammála öllu þessu. Enda hef ég verið þeirrar skoðunar í mörg ár að nemendur ættu að læra skák í allavega einn vetur, eina kennslustund á viku, fljótlega eftir að skólaganga þeirra hefst.

Með skákkveðju,

Stefán Bergsson verkefnisstjóri Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari.

Skáksamband Íslands | stefan@skaksamband.is | Faxafen 12 | S: 568-9141